Fella niður skuldir.?!

jæja.. enn ein hugsun í gangi hjá mér,,

Núna er ég að velta því fyrir mér með það sem verið er að ræða úti í þjóðfélaginu, með það að fella niður skuldir, bjarga heimilunum í landinu með meiru. Það er jú fyrsta krafan að mínu mati að hlúa að fjölskyldum í landinu.  Einnig að það sé einhver vegur að bæta það ástand hjá fólki sem verst stendur í dag. En svo er þessi spurning sem hvílir á mér...   og nú byrjar ballið.. !!.. 

Hvað með það fólk sem er búið að bruðla með fé sem það á ekki, hefur tekið að láni. Jafn vel tekið of stórann bita í fasteignakaupum, endurfjármagnað lánið sem fyrir var, bætt við til að kaupa nýjan bíl á lánum, tekið íbúðina í gegn fyrir lánspeninga, keypt sér allt nýtt, hvort sem það eru húsgögn, raftæki, og annað glingur, skroppið erlendis með afganginn í vasanum. Nú og svo kannski ekki komið af stað með að borga neitt af þessu öllu saman.   jæja .. spurningin er sú, á að fella niður skuldir hjá þessu fólki sem hefur hagað sér svona í sínum fjármálum ??  Hvar byrjar personuleg ábyrgð?..  

Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa sjálfan mig sem viðmiðun, en það er spurning. ?!   Allavega fór ég ekki í bankann og fékk 100% lán, til að kaupa mér íbúð. Ég fór ekki í bílakaup með myntkörfulán í vasanum. Ég á ekki 42 tommu flatsjónvarp, og ég gæti lengi talið upp ýmislegt sem ég hef ekki gert, og jú líka hvað ég hef gert. En er það sjálfsagt að  "jón" sem er búinn að spila rassinn úr buxunum fái niðurfellingu á því sem hann er búinn að safna upp í skuld ?!.  Hvað með okkur sem hafa ekki farið á fullt í að kaupa og safna skuldum síðustu árin.  

Staðreyndin er sú að allt sem gert er, hvort sem það er að byggja upp skuld, eða annað í þeim dúr, þarf að borga. Þótt að  "jón" borgi ekki það sem ætlast er til af honum, þá bara þarf einhver annar að borga brúsann. Þannig er það nú bara,   ef ég man það rétt í bókfærslu í framhaldsskólanum forðum þá var það kredit, og depit..  hvernig sem litið er á málið. Einhverstaðar er tekið út, og það þarf alltaf að leggja inn á móti.. 

En ég vona það svo innilega að það fólk sem á í vanda í dag fái einhverja úrlausn sinna mála, hver sem hún er. Vonandi á jáhvæðan hátt. Þvi að við verðum að standa saman í einu og öllu þessa dagana. Lika að taka ábyrgð á þvi sem okkur ber.  hvað sem það er hverju sinni. 

og já.. Áfram ísland. Því að við erum hörku gott fólk inn við beinið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég er heldur ekki einn af þeim sem fóru offorsi í fjárfestingum í góðærinu. Ég notaði góðærið til að greiða niður skuldir svo nú sit ég uppi skuldlaus með óveðsettar eignir. Staðreyndin er hinsvegar sú að stærstur hluti skulda heimilana er vegna of hás íbúðaverðs. Þau voru hreinlega nauðbeygð til að kaupa á þessu há verði. Því tel ég réttlætanlegt að afskrifa 40% af fasteignaskuldum heimilana þótt ég þurfi fyrir vikið að borga hærri skatta.

Ástæðan er einföld ef 40-50% heimilana fer í gjaldþrot mun keðjuverkunin halda áfram. Lækkun fasteignaverðs verður það gífurleg að fleir fylgja í kjölfarið vegna skorts á veðhæfni. Fátæktin leiðr til að alda glæpa og óeirða dregur alla þjóðina niður í svaðið.

Offari, 29.1.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Björgvin Rúnar Gunnarsson

já.. ég er allveg sammála þér með þetta, að sjálfsögðu. En einhver staðar verður að setja mörkin.  Fasteignaverð hækkaði fyrir það fyrsta út af því að sveitafélögin hækkuðu lóðaverð, það hefur ekki kostað neitt meira að kaupa efni og annað til að byggja hús.  En mér finnst samt ekkert sanngjarnt að þeir sem eru búnir að leika sér með lánsfé, og hlaupa út um allt eins og greifar geti átt von á því að þurfa ekkert að borga fyrir vitleysuna.

Björgvin Rúnar Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband