Færsluflokkur: Bloggar

Löggan og konan.

 

Já það er spurning hvað má , og hvað má ekki .

 Þá er ég aðalega að vitna í fréttina um konuna sem var tekin ölvuð, og látin gefa lífsýni gegn vilja sínum. Það sem vakti athygli mína var fyrst og fremst það að hún man ýmislegt meðan á þessu stóð, en svo þegar kom að því að vitna í það sem hún gerði rangt sjálf , þá man hún ekkert.      Einnig fannst mér það vekja furðu mína að einhverjir "náungar" hefðu hellt konuna fulla af víni þar sem hún sat í bífreið sinni með kúlu á hausnum og hálf vönkuð. Nú svo miðað við þær fréttir sem maður les, að konan hafi verið með töluvert mikið áfengi í blóði.Ég held að maður verði að passa sig á því ef ské kynni að maður mundi keyra á  og fá höfuð högg, að verða ekki blindfullur þegar maður rankaði við sér eftir þannig ferð. En samt vekur það spurningar með vinnuaðferðir lögreglunnar.. hvað er satt, og hvað er ýkt.. það er spurning sem ég get ekki svarað. En fréttin var að mínu mati mjög sérstök miðað við þær staðreyndir sem komu fram í fréttum.  Sárt er að þessi blessuð kona skuli lenda í þessum hremmingum, hvernig sem sannleikurinn er, en eitt er þó víst að eftir einn , aki neinn.  Það er allavega sú regla sem ég fer eftir, og einnig löggjafinn.  

 

 


Húsnæði fyrir ungt fólk.....?!

 

 Hvað ,hver, og afhverju...

 

Flétti aðeins í blöðum frá síðustu dögum, og datt inn á ungan mann, sem sagði sögu sína þegar hann áhvað að kaupa sér fasteign.. Ekki gekk það eins og hann hélt. Það sem þurfti til var fjármagn sem hann þurfti að leggja út sem nam um eina miljón. Nú þegar hann var búinn að vinna í því að safna sér þetta fé til að geta borgað út 10 % af því sem hann ætlaði að fjárfesta í , þá kom í ljós að það nægði ekki.  Núna var grunnpakkinn búinn að hækka svo um munar. Þá datt honum í hug að sækja eftir 100% íbúðarláni hjá sínum viðskiptabanka..Nei það gekk ekki.

Nú spyr ég ..!? Hvað er málið í dag.. Þegar ég var að kaupa á sínum tíma þá gat ég borgað út þau 10% , þótt að það var strembi erfitt, því að ég rak 5 manna fjöldskyldu, og var einn útivinnandi. En mér tókst það nú samt. Nú svo eftir nokkurn tíma þurfti ég að selja mína eign, og kom út í 70 þúsund króna plús eftir það. En núna nokkrum árum siðar horfi ég á markaðinn, hugsa með hryllingi að þurfa að " reyna " að fjárfesta í fasteign.

Ég sé það bara ekki í sjónmáli. Nema þá að vinna í getraunum, eða fá hressilegan arf. Hvernig á venjulegur einstaklingur að geta fjárfest í húsaskjóli með laun sem gefa eins og manni eins og mér  undir eitt hundrað þúsund krónur í nettó á mánuði..  Ég held að ég láti mig bara dreyma um það eins og er. Það sem bjargar mér í dag er gott fólk sem ég vinn hjá. Ef ég væri ekki í þeirri stöðu, þá væri ég ábyggilega búinn að byggja mér pappakassa íbúð.. 

En hvað er svo málið með þessa stöðu í dag fyrir ungt fólk, sem er að reyna að byggja upp fjölskyldu, og afla sér þak yfir höfuðið..?  Íbúðin sem ég átti fyrir 4 árum siðan kostaði mig um 8 milj. Núna er sambærileg íbúð á um 22-25 milj.  Hvað er málið?  Eru það bankarnir sem stýra þessu
? Eru þeir að kaupa fasteignirnar af verktökum og halda verðinu uppi?    eða eru það verktakarnir sem eru að stýra þessu?  eða  fasteignasölurnar...? 

Það er margt sem þarf að huga að held ég , hver tengist hverju, og af hverju er verðið svona hátt, en launin eru ekki að vaxa í sama takt eins og fasteignaverðið. Hafa ungir einstaklingar einhverja möguleika á að eignast þak yfir sig?  Hvað með fjölskyldu sem á nóg með það að vinna fyrir matarkostnaði, og þá grunnþætti sem því fylgir að halda uppi fjölskyldu. ?!  

Ég sjálfur hef ekki mikið að moða úr, en ég þakka þó mínu sæla að vera með þokkalega heilsu, og ekki með miklar byrgðar á bakinu, þrjú yndisleg börn, sem er ábyggilega stæðsti fjársjóður sem hægt er að hugsa sér.  En þrátt fyrir það þá lifir maður ekki á þessu einu saman. Öryggi sem felst í að hafa húsaskjól er einn sá hlutur sem er nauðsýnlegur, allavega hérna á íslandi, þar sem hitinn fer niður fyrir frostmark ... :)    

En ég ætla að láta þetta nægja í bili.. 

 

 

óska ykkur gleðilegra páska kæru vinir.

 

 


Álver, já..? nei ?..

 

Eftir að hafa lesið, horft, hlustað á þær umræður um álversstækkun, og ekki gefið mér neina skoðun á málinu. Hef ég samt fundið það að leggja orð i belg.  Nú eftir að kosningum loknum, og niðurstaða er komin í þetta stóra málefni, þá hef ég verið að velta því fyrir mér um aðdraganda málsins, þá séð frá sjónarhorni lesanda, og í gengum þá miðla sem ég hef verið að glugga í .  Það fyrsta sem ég segi um málið er..  Af hverju er verið að kjósa fólk í stjórnunarstöður..!?  Jú, fyrir það fyrsta að vinna fyrir þann hóp sem kýs viðkomandi í stjórn, hvort sem það er alþingi, eða sveitarstjórn, og til þess að vinna að málefnum hverjar stundar .Mál sem eru bæði stór og smá í sniðum. Sem sagt að taka áhvarðanir fyrir okkur borgarana. Ef svo er ekki, af hverju þá að kjósa viðkomandi, ef hann lætur þau málefni í okkar hendur. Að sjálfsögðu hafa allir rétt á að koma með skoðanir, og hugmyndir í ýmsum málum. 

Segjum sem svo að ég ætla mér að stofna fyrirtæki, sem dæmi bifreiðaverkstæði, á ég að hafa það á hættu að það verði kosið um hvort ég fái að opna þá starfsemi, að ég siti ekki við sama borð og bakarinn sem ætlar að opna bakarí á næsta horni..? Mun sú staða verða þannig að allir þeir sem búa í bæjarfélaginu kjósi um það hvort ég fái starfsleyfi..  Svo er annað í þessu öllu saman.. Hversu margir kjósendur starfa í álverinu og hafa kosið það að stækkun verði ekki að veruleika?  

Nú svo er einnig spurning um hvað eru það mörg fyrirtæki sem hafa á hættu að þurfa að leggja sína starfsemi á hilluna, verða gjaldþrota.. vegna þess að þeirra viðskipti eru aðalega tengt því að þjónusta álverið í straumsvík.. hefur einhver hugsað það til enda..?  

Einnig er hægt að skoða það með það í huga að íbúðabyggð er núna komin að rótum þess lands sem álverið stendur, hugsaði það fólk sem búsett er á þessum slóðum út í það að álver væri í næsta nágrenni, var það einhver sem þvingaði þetta fólk til þess að kaupa sér eign rétt hjá þessu stóra fyrirtæki..??   Var það hugmynd þess að koma því í gang að koma því burt af svæðinu einhvern daginn.. þegar rétta tækifærið gæfist..??

 Já þetta eru spurningar sem mér finnst að fólk ætti að hugsa aðeins um, og skoða það að svona stórt mál er ekki alltaf auðvelt, hvort sem það er sett í hendur á þeim sem stjórna, og eru kjörnir í það starf að skipuleggja hin ýmis mál fyrir okkar hönd, eða að leggja það i hendur okkar þegnana, til þess að komast að niðurstöðu , hvort sem það er í þessu máli eða öðru.  Satt best að segja þá finnst mér það sorglegt að fólkið sem vinnur á þessum vinnustað á það á hættu að missa sitt starf, og jafnvel lenda í fjárhagserfiðleikum. Einnig þeir sem hafa starfsemi í að þjónusta þetta stóra fyrirtæki, og missa sitt fyrirtæki..  Eins og einn maður sagði við mig um daginn, að hann væri allveg eyðilagður yfir þessu öllu. Hvað ætti hann að gera núna.. ?! búinn að starfa hjá álverinu í mörg ár, og núna væri hann jafn vel að missa vinnuna, hvað verður um íbúðina,? bílinn?  Mun hann missa þetta allt..? hvað með börnin...?  Já þetta er nú málið.. þeir sem kjósa og eru á móti þessu máli.. eru þeir að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, íbúðina.. bílinn, og jafn vel fjölskylduna frá sér..? 

 En ég tek það fram að ég hef ekki ennþá teki afstöðu í þessu máli..enn sem komið er. 

Fagurt land er eitt af því sem ég hef dálæti á, og ekkert finnst mér betra en að sitja úti í haga og njóta kyrrðarinnar, og græna grasið..

kv Björgvin Rúnar.  


Kostnaður baugsmálsins

 

Enn er baugsmálið á forsíðu mbl.is. Sem er svo sem bara í góðu lagi. En spurningin sem vaknar er sú, hversu mikið fjármagn búið sé að leggja í baugsmálið, og ef svo verður að málið tapast fyrir dómi. Hver verður sá kostnaður sem baugsmenn gætu krafist um vegna málsins í heild. Lögfræðikostnaðurinn er ábyggilega stór þáttur, svo er það tap sem baugur hefur tapað á þeim kaupum í erlendum fyrirtækjum. Þegar horft er á önnur mál sem koma fyrir dómstóla, þá er það nú oft að ríkið greiðir allan sakarkostnað sem verður af máli sem verjandi vinnur hverju sinni fyrir dómi. Hvað ætli sá reikningur sé stór ef ríkið þarf að greiða þann kostnað. Held að með þeim tekjum sem ég hef þarf ég ábyggilega að fresta þess að fara á eftirlaun til að ná broti af því sem þetta kostar.  En það er ekkert að því að velta þessu fyrir sér, því að fólkið í landinu er það sem borgar brúsann.

 


Margt sem mætti skoða.

Já það er margt í gangi á stóru heimili. Tengsl á milli fólks og fyrirtækja gera hlutina ekki auðvelda. Hver og einn er að berjast við að koma sér fyrir í lifinu, og njóta afrakstursins. En hvað er það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag. Fasteignir eru dýrar, og neysluvörur einnig, hvert sem horft er. Allir eru í lífsgæðakapplaupi og eru að kaupa sér frið í sálinni. Bankalán er ekkert mál að fá, fara svo og kaupa sér nýjan bíl, ný húsgögn..og meira og meira til..  Svo er að skuldbreyta lánum til þess að láta boltann rúlla áfram.. kannski bæta aðeins á lánin, til að hafa afgang til að skreppa aðeins út fyrir landsteinana.

Þetta er eitthvað sem er ekkert óalgengt. Því miður er ungt fólk sem er að hefja sinn búskap að fá rangar hugmyndir að mínu mati. Það sem vantar held ég að fólk vinni fyrir hlutunum, og kaupa sér svo það sem það vantar. Því þá virðir það sem það á.  Fasteignir er eitt vandamál finnst mér í dag. Verðið er hátt, og fólk er að setja sig í þannig stöðu að það má ekkert út af bera, þá er allt komið í hnút, fjármálin eru svo þétt skipulögð að fólk getur ekki hreyft sig . Annars missir það sitt húsaskjól, og þá er vont mál farið af stað. Gjaldþrot, vanskilaskrá. Hvað svo. ?!  Einstaklingar verða strand, og getur ekki komið sér aftur á lappirnar til að byggja sig upp á nýtt.  En þetta er eitthvað sem þarf að breyta. Skrifa uppá fyrir náungann.. er eitthvað sem þekkist ekki nema hérna, verðtryggð lán.. og annað er sér íslenskt.  Fyrirtæki kaupa upp markaðinn, og toga svo í spottana eftir þörfum.. Allmennur borgari veit svo ekkert hvað er að gerast..og allir sitja í sínu horni og eru að tala um hvernig þetta allt sé að fara út í veður og vind..  

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband