2.4.2007 | 10:15
Álver, já..? nei ?..
Eftir að hafa lesið, horft, hlustað á þær umræður um álversstækkun, og ekki gefið mér neina skoðun á málinu. Hef ég samt fundið það að leggja orð i belg. Nú eftir að kosningum loknum, og niðurstaða er komin í þetta stóra málefni, þá hef ég verið að velta því fyrir mér um aðdraganda málsins, þá séð frá sjónarhorni lesanda, og í gengum þá miðla sem ég hef verið að glugga í . Það fyrsta sem ég segi um málið er.. Af hverju er verið að kjósa fólk í stjórnunarstöður..!? Jú, fyrir það fyrsta að vinna fyrir þann hóp sem kýs viðkomandi í stjórn, hvort sem það er alþingi, eða sveitarstjórn, og til þess að vinna að málefnum hverjar stundar .Mál sem eru bæði stór og smá í sniðum. Sem sagt að taka áhvarðanir fyrir okkur borgarana. Ef svo er ekki, af hverju þá að kjósa viðkomandi, ef hann lætur þau málefni í okkar hendur. Að sjálfsögðu hafa allir rétt á að koma með skoðanir, og hugmyndir í ýmsum málum.
Segjum sem svo að ég ætla mér að stofna fyrirtæki, sem dæmi bifreiðaverkstæði, á ég að hafa það á hættu að það verði kosið um hvort ég fái að opna þá starfsemi, að ég siti ekki við sama borð og bakarinn sem ætlar að opna bakarí á næsta horni..? Mun sú staða verða þannig að allir þeir sem búa í bæjarfélaginu kjósi um það hvort ég fái starfsleyfi.. Svo er annað í þessu öllu saman.. Hversu margir kjósendur starfa í álverinu og hafa kosið það að stækkun verði ekki að veruleika?
Nú svo er einnig spurning um hvað eru það mörg fyrirtæki sem hafa á hættu að þurfa að leggja sína starfsemi á hilluna, verða gjaldþrota.. vegna þess að þeirra viðskipti eru aðalega tengt því að þjónusta álverið í straumsvík.. hefur einhver hugsað það til enda..?
Einnig er hægt að skoða það með það í huga að íbúðabyggð er núna komin að rótum þess lands sem álverið stendur, hugsaði það fólk sem búsett er á þessum slóðum út í það að álver væri í næsta nágrenni, var það einhver sem þvingaði þetta fólk til þess að kaupa sér eign rétt hjá þessu stóra fyrirtæki..?? Var það hugmynd þess að koma því í gang að koma því burt af svæðinu einhvern daginn.. þegar rétta tækifærið gæfist..??
Já þetta eru spurningar sem mér finnst að fólk ætti að hugsa aðeins um, og skoða það að svona stórt mál er ekki alltaf auðvelt, hvort sem það er sett í hendur á þeim sem stjórna, og eru kjörnir í það starf að skipuleggja hin ýmis mál fyrir okkar hönd, eða að leggja það i hendur okkar þegnana, til þess að komast að niðurstöðu , hvort sem það er í þessu máli eða öðru. Satt best að segja þá finnst mér það sorglegt að fólkið sem vinnur á þessum vinnustað á það á hættu að missa sitt starf, og jafnvel lenda í fjárhagserfiðleikum. Einnig þeir sem hafa starfsemi í að þjónusta þetta stóra fyrirtæki, og missa sitt fyrirtæki.. Eins og einn maður sagði við mig um daginn, að hann væri allveg eyðilagður yfir þessu öllu. Hvað ætti hann að gera núna.. ?! búinn að starfa hjá álverinu í mörg ár, og núna væri hann jafn vel að missa vinnuna, hvað verður um íbúðina,? bílinn? Mun hann missa þetta allt..? hvað með börnin...? Já þetta er nú málið.. þeir sem kjósa og eru á móti þessu máli.. eru þeir að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna, íbúðina.. bílinn, og jafn vel fjölskylduna frá sér..?
En ég tek það fram að ég hef ekki ennþá teki afstöðu í þessu máli..enn sem komið er.
Fagurt land er eitt af því sem ég hef dálæti á, og ekkert finnst mér betra en að sitja úti í haga og njóta kyrrðarinnar, og græna grasið..
kv Björgvin Rúnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.