Húsnæði fyrir ungt fólk.....?!

 

 Hvað ,hver, og afhverju...

 

Flétti aðeins í blöðum frá síðustu dögum, og datt inn á ungan mann, sem sagði sögu sína þegar hann áhvað að kaupa sér fasteign.. Ekki gekk það eins og hann hélt. Það sem þurfti til var fjármagn sem hann þurfti að leggja út sem nam um eina miljón. Nú þegar hann var búinn að vinna í því að safna sér þetta fé til að geta borgað út 10 % af því sem hann ætlaði að fjárfesta í , þá kom í ljós að það nægði ekki.  Núna var grunnpakkinn búinn að hækka svo um munar. Þá datt honum í hug að sækja eftir 100% íbúðarláni hjá sínum viðskiptabanka..Nei það gekk ekki.

Nú spyr ég ..!? Hvað er málið í dag.. Þegar ég var að kaupa á sínum tíma þá gat ég borgað út þau 10% , þótt að það var strembi erfitt, því að ég rak 5 manna fjöldskyldu, og var einn útivinnandi. En mér tókst það nú samt. Nú svo eftir nokkurn tíma þurfti ég að selja mína eign, og kom út í 70 þúsund króna plús eftir það. En núna nokkrum árum siðar horfi ég á markaðinn, hugsa með hryllingi að þurfa að " reyna " að fjárfesta í fasteign.

Ég sé það bara ekki í sjónmáli. Nema þá að vinna í getraunum, eða fá hressilegan arf. Hvernig á venjulegur einstaklingur að geta fjárfest í húsaskjóli með laun sem gefa eins og manni eins og mér  undir eitt hundrað þúsund krónur í nettó á mánuði..  Ég held að ég láti mig bara dreyma um það eins og er. Það sem bjargar mér í dag er gott fólk sem ég vinn hjá. Ef ég væri ekki í þeirri stöðu, þá væri ég ábyggilega búinn að byggja mér pappakassa íbúð.. 

En hvað er svo málið með þessa stöðu í dag fyrir ungt fólk, sem er að reyna að byggja upp fjölskyldu, og afla sér þak yfir höfuðið..?  Íbúðin sem ég átti fyrir 4 árum siðan kostaði mig um 8 milj. Núna er sambærileg íbúð á um 22-25 milj.  Hvað er málið?  Eru það bankarnir sem stýra þessu
? Eru þeir að kaupa fasteignirnar af verktökum og halda verðinu uppi?    eða eru það verktakarnir sem eru að stýra þessu?  eða  fasteignasölurnar...? 

Það er margt sem þarf að huga að held ég , hver tengist hverju, og af hverju er verðið svona hátt, en launin eru ekki að vaxa í sama takt eins og fasteignaverðið. Hafa ungir einstaklingar einhverja möguleika á að eignast þak yfir sig?  Hvað með fjölskyldu sem á nóg með það að vinna fyrir matarkostnaði, og þá grunnþætti sem því fylgir að halda uppi fjölskyldu. ?!  

Ég sjálfur hef ekki mikið að moða úr, en ég þakka þó mínu sæla að vera með þokkalega heilsu, og ekki með miklar byrgðar á bakinu, þrjú yndisleg börn, sem er ábyggilega stæðsti fjársjóður sem hægt er að hugsa sér.  En þrátt fyrir það þá lifir maður ekki á þessu einu saman. Öryggi sem felst í að hafa húsaskjól er einn sá hlutur sem er nauðsýnlegur, allavega hérna á íslandi, þar sem hitinn fer niður fyrir frostmark ... :)    

En ég ætla að láta þetta nægja í bili.. 

 

 

óska ykkur gleðilegra páska kæru vinir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég er hissa á að enginn hefur vakið máls á þessu máli sem skiptir svo miklu fyrir unga fólkið í landinu og alla hina sem eru á leigumarkaðinum. 2ja herbergja íbúð kosta allt að 20milljónum og meira eftir stærð og glæsileika. Afborgun af því láni húsgjöld og viðhald eru láglaunafólki ofraun að takast á við í óðaverðbólgu.

Þá ef þið skoðið auglýsingar um húsnæði til leigu þá er krafist allt að 130 þúsundum á mánuði í leigu fyrir samskonarhúsnæði. Hvert stefnir húsnæðisverð?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.4.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband