23.8.2007 | 10:01
Löggan og konan.
Já það er spurning hvað má , og hvað má ekki .
Þá er ég aðalega að vitna í fréttina um konuna sem var tekin ölvuð, og látin gefa lífsýni gegn vilja sínum. Það sem vakti athygli mína var fyrst og fremst það að hún man ýmislegt meðan á þessu stóð, en svo þegar kom að því að vitna í það sem hún gerði rangt sjálf , þá man hún ekkert. Einnig fannst mér það vekja furðu mína að einhverjir "náungar" hefðu hellt konuna fulla af víni þar sem hún sat í bífreið sinni með kúlu á hausnum og hálf vönkuð. Nú svo miðað við þær fréttir sem maður les, að konan hafi verið með töluvert mikið áfengi í blóði.Ég held að maður verði að passa sig á því ef ské kynni að maður mundi keyra á og fá höfuð högg, að verða ekki blindfullur þegar maður rankaði við sér eftir þannig ferð. En samt vekur það spurningar með vinnuaðferðir lögreglunnar.. hvað er satt, og hvað er ýkt.. það er spurning sem ég get ekki svarað. En fréttin var að mínu mati mjög sérstök miðað við þær staðreyndir sem komu fram í fréttum. Sárt er að þessi blessuð kona skuli lenda í þessum hremmingum, hvernig sem sannleikurinn er, en eitt er þó víst að eftir einn , aki neinn. Það er allavega sú regla sem ég fer eftir, og einnig löggjafinn.
Athugasemdir
Eftir tvo, aka svo......hikk var það ekki?
The suburbian, 25.8.2007 kl. 17:46
haha.. já.. það er spurning.. eða smurning.. :
Björgvin Rúnar Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.