27.4.2009 | 00:36
Margt að hugsa !
Jæja, komin þó nokkur timi síðan ég setti inn smá skrif.
En hvað er það sem minn hugur er að hugsa, það er nú það .. Fyrir það fyrsta er það þetta ástand, já hvaða ástand er í gangi núna þessa dagana?! Frá mínu sjónarhorni er það margt. Sumt er gott, en annað síður. Svona fyrir það fyrsta er að mínu mati það að núna þarf að byrja á að koma einhverju af stað til að tryggja að fyrirtæki geti komið sér af stað , og tryggt rekstraröryggi. Það sem ég sé fyrir það fyrsta er að mörg gömul og góð fyrirtæki eru horfin, réttara sagt farin á hausinn. Það er eitthvað sem þarf að koma í veg fyrir. Svo eru það heimilin. Það er ekki hægt að reka heimili nema hafa fastar ráðstöfunartekjur. Þar kemur atvinnan. Annað er ekki hægt. Einnig finnst mér komin timi til að hætta þessum nornaveiðum. Hvað er fólk að spá ?!?!.. Eyða orkunni í að tala ílla um allt og alla. Hlaupa um og hóta fólki út í bæ, sýna hnefann á lofti. Nei !!.. það er kominn timi til að fólk fari að vinna að því að reisa þjóðina við. Nota orkuna í jákvæða hluti. Það er alltaf hægt að hlaupa á vegginn, vankast og halda svo áfram að hlaupa á vegginn, og kenna öllum öðrum um. Hætta þessu bara !!...
Sem betur fer fór ég ekki í það að kaupa mér nýjan bil, ný húsgögn, fá lánað hægri,, vinstri. Keypti mér ekki nýja íbúð, fór ekki erlendis með visa kortið í vasanum og splæsti á mig nýtt rolex. En ég sit samt í súpunni eins og allir hérna heima. Lítur út að ég missi vinnuna bráðlega, og nýtt barn komið í heiminn. Hvað hef ég að bjóða litlu barni þegar ég hef enga atvinnu, leigi íbúð og veit ekki hvað framtiðin verður. Ég skal segja ykkur það að ég ætla mér að halda áfram. Aldrei að gefast upp. Brosa framan í lífið og ég ætla mér að vera bjartsýnn og jákvæður. Það er málið. Þannig að ég segi að þeir taka þetta til sín sem eiga. Svo er það lika þessi sandkassaleikur.. Allir virðast vita betur en sá næsti. það er bara ok, en betra væri að nota alla þessa kunnáttu í að gera eitthvað gott. Ég er stoltur að vera íslendingur, og ætla mér að vera það áfram. Hugsið aðeins um þetta. Brosa meira á morgnana, og segja við sjálfan sig að maður sé bestur.
Hafið það gott!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.