Margt sem mætti skoða.

Já það er margt í gangi á stóru heimili. Tengsl á milli fólks og fyrirtækja gera hlutina ekki auðvelda. Hver og einn er að berjast við að koma sér fyrir í lifinu, og njóta afrakstursins. En hvað er það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag. Fasteignir eru dýrar, og neysluvörur einnig, hvert sem horft er. Allir eru í lífsgæðakapplaupi og eru að kaupa sér frið í sálinni. Bankalán er ekkert mál að fá, fara svo og kaupa sér nýjan bíl, ný húsgögn..og meira og meira til..  Svo er að skuldbreyta lánum til þess að láta boltann rúlla áfram.. kannski bæta aðeins á lánin, til að hafa afgang til að skreppa aðeins út fyrir landsteinana.

Þetta er eitthvað sem er ekkert óalgengt. Því miður er ungt fólk sem er að hefja sinn búskap að fá rangar hugmyndir að mínu mati. Það sem vantar held ég að fólk vinni fyrir hlutunum, og kaupa sér svo það sem það vantar. Því þá virðir það sem það á.  Fasteignir er eitt vandamál finnst mér í dag. Verðið er hátt, og fólk er að setja sig í þannig stöðu að það má ekkert út af bera, þá er allt komið í hnút, fjármálin eru svo þétt skipulögð að fólk getur ekki hreyft sig . Annars missir það sitt húsaskjól, og þá er vont mál farið af stað. Gjaldþrot, vanskilaskrá. Hvað svo. ?!  Einstaklingar verða strand, og getur ekki komið sér aftur á lappirnar til að byggja sig upp á nýtt.  En þetta er eitthvað sem þarf að breyta. Skrifa uppá fyrir náungann.. er eitthvað sem þekkist ekki nema hérna, verðtryggð lán.. og annað er sér íslenskt.  Fyrirtæki kaupa upp markaðinn, og toga svo í spottana eftir þörfum.. Allmennur borgari veit svo ekkert hvað er að gerast..og allir sitja í sínu horni og eru að tala um hvernig þetta allt sé að fara út í veður og vind..  

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband